Drengirnir í hellinum segja foreldrum sínum að hafa ekki áhyggjur Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 08:32 Fótboltaskór og bolti eins drengjanna sem er fastur ofan í hellinum. Vísir/EPA Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15