Drengirnir í hellinum segja foreldrum sínum að hafa ekki áhyggjur Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 08:32 Fótboltaskór og bolti eins drengjanna sem er fastur ofan í hellinum. Vísir/EPA Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15