Landsliðsþjálfarinn liggur áfram undir feldi Hjörvar Ólafsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 Heimir hefur enn ekkert gefið upp um hvort hann verður áfram með landsliðið. Fréttablaðið/Eyþór Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kvaðst vilja taka sér eina til tvær vikur til þess að hugsa málin hvað varðar framtíð sína eftir að liðið tapaði fyrir Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn í síðustu viku. Samningur Heimis við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var til loka heimsmeistaramótsins og nú er spurning hvað gerist í þjálfaramálum liðsins í framhaldinu. KSÍ er ekki búið að setja neinn tímaramma á ákvörðun Heimis að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. „Það er í raun fátt að frétta og staðan enn sú sama. Það er að við séum að gefa Heimi andrými til þess að hugsa málið og við erum að kortleggja stöðuna. Ég get ekki sagt meira á þessum tímapunkti. Við höfum ekki sett neinn tímaramma eða pressu, en þetta skýrist líklega á einhvern hátt í næstu viku,“ sagði Guðni þegar Fréttablaðið tók stöðuna á viðræðum við Heimi í gær. Næsta verkefni íslenska liðsins er fyrsti leikur í Þjóðadeildinni sem er ný keppni sem evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur settur á laggirnar. Hefur Ísland leik gegn Sviss ytra þann 6. september næstkomandi en ásamt Sviss er Belgía með Íslandi í riðli. Leiða má líkur að því að góður árangur íslenska landsliðsins undanfarin ár hafi vakið áhuga á kröftum Heimis og honum standi til boða fleiri verkefni en að halda áfram þjálfun íslenska liðsins. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kvaðst vilja taka sér eina til tvær vikur til þess að hugsa málin hvað varðar framtíð sína eftir að liðið tapaði fyrir Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn í síðustu viku. Samningur Heimis við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var til loka heimsmeistaramótsins og nú er spurning hvað gerist í þjálfaramálum liðsins í framhaldinu. KSÍ er ekki búið að setja neinn tímaramma á ákvörðun Heimis að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. „Það er í raun fátt að frétta og staðan enn sú sama. Það er að við séum að gefa Heimi andrými til þess að hugsa málið og við erum að kortleggja stöðuna. Ég get ekki sagt meira á þessum tímapunkti. Við höfum ekki sett neinn tímaramma eða pressu, en þetta skýrist líklega á einhvern hátt í næstu viku,“ sagði Guðni þegar Fréttablaðið tók stöðuna á viðræðum við Heimi í gær. Næsta verkefni íslenska liðsins er fyrsti leikur í Þjóðadeildinni sem er ný keppni sem evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur settur á laggirnar. Hefur Ísland leik gegn Sviss ytra þann 6. september næstkomandi en ásamt Sviss er Belgía með Íslandi í riðli. Leiða má líkur að því að góður árangur íslenska landsliðsins undanfarin ár hafi vakið áhuga á kröftum Heimis og honum standi til boða fleiri verkefni en að halda áfram þjálfun íslenska liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn