Zlatan á 116 landsleiki að baki fyrir Svía þar sem hann gerði 62 mörk. Beckham, sem hefur verið lengur á hliðarlínunni heldur en Zlatan, spilaði 115 landsleiki fyrir England þar sem hann skoraði 17 mörk.
„Hey, David Beckham, ef England vinnur þá skal ég bjóða þér í mat hvar sem er í heiminum, en ef Svíþjóð vinnur þá kaupir þú hvað sem ég vil úr Ikea, allt í lagi?“ skrifaði Zlatan á Instagram.
Beckham svaraði fyrrum liðsfélaga sínum hjá PSG og sagði: „Ef Svíar vinna þá skal ég fara með þér í Ikea og kaupa hvað sem þú vilt í nýja glæsihúsið í Los Angeles. En þegar England vinnur þá vil ég að þú mætir og horfir á landsleik Englands á Wembley í enskri landsliðstreyju og fáir þér fisk og franskar í hálfleik.“
