Ljós í gangaendanum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. júlí 2018 09:00 Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun