Fótbolti

Fyrirliði sænska landsliðsins svaf ekki mikið í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andreas Granqvist.
Andreas Granqvist. Vísir/Getty
Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi.

Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun.

Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum.

Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen.

„Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist.

Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir.

„Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn.

Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar.





 
So happy and proud of my wife. Both are healthy and well.  #worldcupbaby #pappashårfäste

A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×