Mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 15:30 Marcus Berg toga í stuttbuxur Svisslendingsins Johan Djourou. Vísir/Getty John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira