Íslenski boltinn

Óli Kalli með hjartnæma kveðju til Sigurbergs: „Besti vinur sem fótboltinn gaf mér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur segir þetta glataðar fréttir að félagi sinn, Sigurbergur, sé hættur. Hann neitar að trúa þessu.
Ólafur segir þetta glataðar fréttir að félagi sinn, Sigurbergur, sé hættur. Hann neitar að trúa þessu. vísir/skjáskot
Eins og Vísir greindi frá í gær er Sigurbergur Elísson hættur knattspyrnuiðkun, í bili að minnsta kosti, en Keflvíkingurinn sagði frá þessu í viðtali við Vísi.

Sigurbergur hefur verið að glíma við þrálát meiðsli. Hann fór ágætlega af stað með Keflavík í Pepsi-deildinni þetta sumarið en meiddist svo aftur.

Þá lét hann staðar numið og tilkynnti í gær að hann væri hættur. Fyrrum samherji hans í yngri landsliðum Íslands og núverandi leikmaður Vals, Ólafur Karl Finsen, segir þetta glataðar fréttir.

„Glataðar fréttir úr Keflavík. Sigurbergur geggjaður fótboltamaður en líka skemmtilegasti samherji og besti vinur sem fótboltinn gaf mér,” sagði Ólafur Karl og bætti við:

„Alltaf með harðsperrur í maganum af hlátri eftir að hitta hann og búinn að hlakka til að spila með honum aftur svo ég neita bara að trúa þessu.”

Ólafur Karl og Sigurbergur spiluðu saman í yngri landsliðum Íslands og voru meðal annars báðir í byrjunarliðinu er Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg, 29. september 2008, í undankeppni fyrir EM U17.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×