FIFA býður tælensku drengjunum á úrslitaleik HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 07:24 Gianni Infantino sendi bréf til tælenska knattspyrnusambandsins. Vísir/AP Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi. Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi.
Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46