FIFA býður tælensku drengjunum á úrslitaleik HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 07:24 Gianni Infantino sendi bréf til tælenska knattspyrnusambandsins. Vísir/AP Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi. Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi.
Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46