FIFA býður tælensku drengjunum á úrslitaleik HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 07:24 Gianni Infantino sendi bréf til tælenska knattspyrnusambandsins. Vísir/AP Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi. Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi.
Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46