Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 23:30 Svona lítur fígúran út. Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku, á sama tíma og von er á forsetanum í opinbera heimsókn til borgarinnar. BBC greinir frá.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 hálfri milljón króna, til þess að búa til helíum-fyllta fígúru sem þeir segja tákna persónu Trump sem sé „reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendar.“Fyrirbærið er sex metra hátt og hafa skipuleggjendurnir fengið leyfi borgarstjórans til þess að fljúga yfir London í tvo klukkutíma að morgni 13. júlí, sama dag og Trump fundar með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í Downing-stræti 10.Svona sjá skipuleggjendurnir að flugið verði.Vantar enn leyfi frá flugmálayfirvöldum Í samtali við BBC segir Leo Murray, einn af skipuleggjendunum, að brösuglega hafi gengið að fá leyfi frá borgaryfirvöldum, sem í fyrstu vildu ekki samþykkja að viðburðurinn gæti flokkast undir lögmæt mótmæli.Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum segir hins vegar að hann styðji réttinn til friðsamlegra mótmæla og að hann skilji að mótmæli geti tekið á sig hin ýmsu form.Hefur borgarstjórinn meðal annars gefið leyfi fyrir því að för hinnar uppblásnu fígúru hefjist við þinghúsið í London, aðeins steinsnar frá Downing-stræti 10.Ekki er hins vegar alveg víst að af flugi fígúrunnar verði þar sem einnig þarf að fá leyfi frá lögreglunni, sem og flugmálayfirvöldum. Eru skipuleggjendurnir þó vongóðir um að öll leyfi verði eitt á endanum, og að hinn barnungi Trump fái að fljúga. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku, á sama tíma og von er á forsetanum í opinbera heimsókn til borgarinnar. BBC greinir frá.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 hálfri milljón króna, til þess að búa til helíum-fyllta fígúru sem þeir segja tákna persónu Trump sem sé „reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendar.“Fyrirbærið er sex metra hátt og hafa skipuleggjendurnir fengið leyfi borgarstjórans til þess að fljúga yfir London í tvo klukkutíma að morgni 13. júlí, sama dag og Trump fundar með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í Downing-stræti 10.Svona sjá skipuleggjendurnir að flugið verði.Vantar enn leyfi frá flugmálayfirvöldum Í samtali við BBC segir Leo Murray, einn af skipuleggjendunum, að brösuglega hafi gengið að fá leyfi frá borgaryfirvöldum, sem í fyrstu vildu ekki samþykkja að viðburðurinn gæti flokkast undir lögmæt mótmæli.Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum segir hins vegar að hann styðji réttinn til friðsamlegra mótmæla og að hann skilji að mótmæli geti tekið á sig hin ýmsu form.Hefur borgarstjórinn meðal annars gefið leyfi fyrir því að för hinnar uppblásnu fígúru hefjist við þinghúsið í London, aðeins steinsnar frá Downing-stræti 10.Ekki er hins vegar alveg víst að af flugi fígúrunnar verði þar sem einnig þarf að fá leyfi frá lögreglunni, sem og flugmálayfirvöldum. Eru skipuleggjendurnir þó vongóðir um að öll leyfi verði eitt á endanum, og að hinn barnungi Trump fái að fljúga.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33