Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 23:30 Svona lítur fígúran út. Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku, á sama tíma og von er á forsetanum í opinbera heimsókn til borgarinnar. BBC greinir frá.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 hálfri milljón króna, til þess að búa til helíum-fyllta fígúru sem þeir segja tákna persónu Trump sem sé „reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendar.“Fyrirbærið er sex metra hátt og hafa skipuleggjendurnir fengið leyfi borgarstjórans til þess að fljúga yfir London í tvo klukkutíma að morgni 13. júlí, sama dag og Trump fundar með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í Downing-stræti 10.Svona sjá skipuleggjendurnir að flugið verði.Vantar enn leyfi frá flugmálayfirvöldum Í samtali við BBC segir Leo Murray, einn af skipuleggjendunum, að brösuglega hafi gengið að fá leyfi frá borgaryfirvöldum, sem í fyrstu vildu ekki samþykkja að viðburðurinn gæti flokkast undir lögmæt mótmæli.Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum segir hins vegar að hann styðji réttinn til friðsamlegra mótmæla og að hann skilji að mótmæli geti tekið á sig hin ýmsu form.Hefur borgarstjórinn meðal annars gefið leyfi fyrir því að för hinnar uppblásnu fígúru hefjist við þinghúsið í London, aðeins steinsnar frá Downing-stræti 10.Ekki er hins vegar alveg víst að af flugi fígúrunnar verði þar sem einnig þarf að fá leyfi frá lögreglunni, sem og flugmálayfirvöldum. Eru skipuleggjendurnir þó vongóðir um að öll leyfi verði eitt á endanum, og að hinn barnungi Trump fái að fljúga. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku, á sama tíma og von er á forsetanum í opinbera heimsókn til borgarinnar. BBC greinir frá.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 hálfri milljón króna, til þess að búa til helíum-fyllta fígúru sem þeir segja tákna persónu Trump sem sé „reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendar.“Fyrirbærið er sex metra hátt og hafa skipuleggjendurnir fengið leyfi borgarstjórans til þess að fljúga yfir London í tvo klukkutíma að morgni 13. júlí, sama dag og Trump fundar með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í Downing-stræti 10.Svona sjá skipuleggjendurnir að flugið verði.Vantar enn leyfi frá flugmálayfirvöldum Í samtali við BBC segir Leo Murray, einn af skipuleggjendunum, að brösuglega hafi gengið að fá leyfi frá borgaryfirvöldum, sem í fyrstu vildu ekki samþykkja að viðburðurinn gæti flokkast undir lögmæt mótmæli.Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum segir hins vegar að hann styðji réttinn til friðsamlegra mótmæla og að hann skilji að mótmæli geti tekið á sig hin ýmsu form.Hefur borgarstjórinn meðal annars gefið leyfi fyrir því að för hinnar uppblásnu fígúru hefjist við þinghúsið í London, aðeins steinsnar frá Downing-stræti 10.Ekki er hins vegar alveg víst að af flugi fígúrunnar verði þar sem einnig þarf að fá leyfi frá lögreglunni, sem og flugmálayfirvöldum. Eru skipuleggjendurnir þó vongóðir um að öll leyfi verði eitt á endanum, og að hinn barnungi Trump fái að fljúga.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33