Í rökstuðningi með beiðni verjandans segir að af gögnum málsins hefði Thomas ekki getað ekið nema um 130 km milli kl. 6 og 11 morguninn 14. janúar 2017, en hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar.
Við rannsókn málsins varð aldrei upplýst með öruggum hætti hvað Thomas hafðist að frá kl. 7 til 11 morguninn 14. janúar. Samkvæmt framburði stjórnenda rannsóknarinnar hafi 130 til 150 óútskýrðir kílómetrar verið eknir á bílaleigubíl þeim sem Thomas hafði á leigu.

Sú leið sem lögreglumaðurinn vísaði til er 45 kílómetra löng. Að Óseyrarbrú eru hins vegar 30 kílómetrar Í viðbót sé miðað við Krísuvíkurleiðina. Það eru 150 kílómetrar.
Við málflutning um matsbeiðnina gerði verjandi Thomasar athugasemdir við að miðað væri við að líkama Birnu hefði verið komið fyrir á sama stað og hún fannst sjö dögum síðar. Við aðalmeðferðina sagði hann að Óseyrarbrú væri eini staðurinn sem kæmi til greina en væri útilokaður hvað ákærða varðaði. Hann hefði aldrei getað keyrt svo langt miðað við keyrsluna á bílnum umræddan morgun, þrátt fyrir að Krísuvíkurleiðin hefði verið farin væru það 149,8 km. Og þar með útilokað að ákærði hefði verið að verki en ekki mætti gera ráð fyrir því að hún hefði verið meira en 130 kílómetrar. Vísaði hann meðal annars til réttar þess ákærða að vafaatriði ætti að meta honum í hag.
Búast má við að matsgerðin verði meðal helstu álitaefna málsins þegar það kemur til Landsréttar í haust.