Akademía íslensks og erlends tónlistarfólks Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2018 06:00 „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir kynningarstjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira