Sigurbergur hættir í fótbolta: Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50 prósent Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:26 Sigurbergur í leik með Keflavík vísir/vilhelm Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira