Sigurbergur hættir í fótbolta: Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50 prósent Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:26 Sigurbergur í leik með Keflavík vísir/vilhelm Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira