John Stones: Kólumbía er óheiðarlegasta liðið sem ég hef spilað á móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 17:00 John Stones fagnar sigri með félögum sínum í enska landsliðinu. Vísir/Getty Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira