Fótbolti

Mourinho segir það ósanngjarnt að setja alla skömmina á Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur blandað sér inn í umræðuna um brasilíska framherjann Neymar og endalausan leikaraskap hans á HM í fótbolta í Rússlandi.

Mourinho finnst ósanngjarnt að setja alla skömmina á Neymar því það sé miklu fleiri leikmenn á heimsmeistaramótinu sem stunda leikaraskap inn á vellinum.

„Fólk er að einblína á Neymar en ef það væri bara Neymar sem vær með þennan leikaraskap þá væri ég ánægður. Þetta er bara ekki bara Neymar sem er að þessu,“ sagði José Mourinho við RT en ESPN segir frá.







„Það eru dýfingar hjá öllum liðum. Menn eru að þykjast og reyna að setja pressu á dómarann. Leikurinn missir við þetta gæði og það er mjög neikvæð þróun að mínu mati,“ sagði Mourinho.

„Þetta er ekki bara England og Kólumbía heldur í næstum því öllum leikjum. Fyrir vikið er orðið svo erfitt að dæma þessa leiki. Þrátt fyrir að við séum komin með VAR þá eru leikmennirnir að búa til þessi vandræði,“ sagði Mourinho.

„Það kom mér sem dæmi mjög á óvart að sjá miðvörð eins og Harry Maguire dýfa sér því vanalega er hann mjög heiðarlegur náungi,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×