Blaut og vindasöm sumarkvöld halda lúsmýinu í skefjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2018 12:15 Sumarið 2015 sagði Fréttablaðið frá því að maður hefði verið bitinn af lúsmý á meðan hann dvaldi í sumarbústað í Kjós. Vargurinn hefur dreift sér víðar um landið undanfarin ár. Vísir/Samsett mynd Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015. Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015.
Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15