„Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júlí 2018 12:29 „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. Vísir/Böddi „Ég heiti Ævar Þór og ég stend með ljósmæðrum,“ sagði Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir, á samstöðu- og mótmælafundinum fyrir utan Borgartún 21 í dag. „Meira að segja veðrið stendur með ljósmæðrum,“ grínaðist Ævar Þór með, en sólin skein á fólksfjöldann sem safnaðist saman fyrir utan fund ljósmæðra og ríkisins sem hófst klukkan 10. Ævar Þór á von á sínu fyrsta barni þann 5. ágúst næstkomandi.Það er eitthvað að „Þetta er spennandi tími, þetta er stressandi tími, þetta er tími sem er sífellt að kenna mér eitthvað nýtt og mér skilst á fólki að það sé bara rétt að byrja, að maður sé að læra eitthvað nýtt. Barn breytir öllu, segja foreldrar við mig og brosa í kambinn og ég get ekki beðið.“ Frá því að Ævar Þór og Védís unnusta hans komust að því að þau ættu von á barni, hafa tvær manneskjur komið hvað mest að litla stráknum þeirra. „Annars vegar ljósmóðirin okkar og hins vegar hin ljósmóðirin okkar. Við erum nefnilega svo heppin að við höfum þær Ragnheiði og Gígju sem að vinna úti á Seltjarnarnesi. Þær hafa báðar passað að móður og barni heilsist vel.“ Ævar Þór sagði frá atviki á meðgöngunni, þar sem ljósmóður spiluðu stórt hlutverk eina erfiða nótt. „Fyrir um þremur mánuðum síðan þá vakti Védís mig um miðja nótt með fjórum verstu orðum sem að tilvonandi foreldrar geta heyrt: „Það er eitthvað að.“ Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta.“ Verðandi foreldrarnir klæddu sig eins hratt og þau gátu. „Við hringdum í leiðinni niður á Landspítala, fengum samband við ljósmóður og lýstum því sem var að gerast og vorum umsvifalaust boðuð niður á kvennadeild. Ljósmóðirin á hinum enda línunnar var róleg, yfirveguð og með allt á hreinu. Þegar við mættum tók hún á móti okkur og ég vildi óska þess að ég myndi hvað hún héti, en í öllu stressinu þá mundi ég varla hvað ég sjálfur héti, þannig að vonandi fyrirgefur hún mér það.“ Ævar Þór segir að ljósmóðirin hafi róað þau og fylgt þeim inn á stofu þar sem þau fengu ró og næði. „Ljósmóðirin rannsakaði Védísi hátt og langt, kallaði á lækni sem gerði slíkt hið sama, hún vék aldrei frá okkur. Fagmennskan var slík að tilvonandi foreldrarnir, við áttum ekki til orð. “ Eftir klukkutíma af rannsóknum kom í ljós að allt var í góðu og þau máttu fara aftur heim. „Ég get ekki þakkað starfsfólki Landspítalans nóg. Það er hokið af reynslu, það veit nákvæmlega hvað það er að gera og það á ekki skilið að það sé komið svona fram við það. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum.“Fundinum lauk rétt fyrir hádegi og var frestað til klukkan þrjú í dag.VísirEkki bara að grípa börn Ævar Þór sagði að alltaf þegar verðandi foreldrarnir hefðu einhverjar spurningar sem Google aðstoðar ekki með, gætu þau hringt og talað við ljósmóður. „Hlutverk þeirra er nefnilega ekki eins og sumir vilja halda, og einhver orðaði það svo snilldarlega á Twitter í vikunni, að grípa börn og fara svo í kaffi. Hlutverk þeirra er margfalt meira og ég veit að það sem við tilvonandi foreldrarnir höfum séð á þessum níu mánuðum er toppurinn á ísjakanum.“ Hann benti á að ljósmæður fylgja foreldrum alla meðgönguna, taka á móti börnunum og fylgja þeim svo eftir. „En ég er hræddur. Ég er hræddur um hvað gerist ef það kemur eitthvað upp á og það eru allt í einu ekki nógu margar ljósmæður á vakt til að sinna okkur. Ég er hræddur um að stressið sem fylgir öllu þessu kjaftæði verði til þess að litli strákurinn okkar ákveði að mæta of snemma í heiminn. Ég er hræddur um að þessi umræða verði til þess að færri sæki um að verða ljósmæður, að í stéttina hafi verið hoggið skarð sem seint eða jafnvel aldrei mun gróa. En ég er líka hræddur um það að nú sé bara komið nóg. Eins og sagt er við litlu börnin á leikskólanum, þetta er ekki í boði.“ „Það er ekki í boði að vera ráðherra og svara ekki spurningum. Það er ekki í boði að dreifa óhróðri og launatölum sem er búið að teygja til og frá. Og það er ekki í boði að semja ekki við ljósmæður.“Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan fundinn í dag.Vísir„Þið eruð í vinnu hjá okkur“ Ævar Þór beindi næst orðum sínum að ráðherrum, aðstoðarmönnum og öðrum sem að sitja hinum megin við borðið í þessum samningaviðræðum. Hann baðst afsökunar á því að trufla sumarfríið þeirra með þessu, en bætti svo við: „Þið eruð í vinnu hjá okkur og þetta skiptir okkur máli. Þetta skiptir alla máli. Að halda öðru fram er fáránlegt. Ljósmæður eru stétt sem kemur við sögu í lífi okkar allra, hvers eins og einasta. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er það bara þannig. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum og ég veit ekki hvort að hæstvirtir ráðherrar stefna á að taka sjálfir á móti börnum og barnabörnum sínum en ég leyfi mér að efast um það.“ Hann grínaðist með að þau gætu kannski fengið forstjóra í starfið, þeir væru á nógu góðum launum til að taka að sér svona auka. „En eitthvað segir mér að þegar einhver tengdur ykkur kæru ráðherrar, mun eignast sitt næsta barn, þá verði ljósmóðir þeim innan handar. Með margra ára nám á bakinu, ekki útkeyrð, og ætla ég rétt að vona, sátt við sín laun.“ Ævar Þór benti á að ef þessi hópur nennti að eyða eina sólardegi sumarsins í mótmæli, myndi hann nenna að mæta á kjörstað og þessu sumri yrði ekki gleymt „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður, skammist ykkar fyrir að planta hjá okkur ótta og skammist ykkar fyrir að neyða ljósmæður út í horn.“ Hann endaði svo ræðu sína á því að kalla hátt yfir hópinn: „Ég heiti Ævar Þór. 5 .ágúst verð ég pabbi í fyrsta skipti. Ég stend með ljósmæðrum. Við stöndum öll með ljósmæðrum.“Brot af ræðu Ævars má sjá í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fundinum frestað til klukkan þrjú Fundur samninganefndar ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara heldur áfram síðar í dag. 5. júlí 2018 11:49 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
„Ég heiti Ævar Þór og ég stend með ljósmæðrum,“ sagði Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir, á samstöðu- og mótmælafundinum fyrir utan Borgartún 21 í dag. „Meira að segja veðrið stendur með ljósmæðrum,“ grínaðist Ævar Þór með, en sólin skein á fólksfjöldann sem safnaðist saman fyrir utan fund ljósmæðra og ríkisins sem hófst klukkan 10. Ævar Þór á von á sínu fyrsta barni þann 5. ágúst næstkomandi.Það er eitthvað að „Þetta er spennandi tími, þetta er stressandi tími, þetta er tími sem er sífellt að kenna mér eitthvað nýtt og mér skilst á fólki að það sé bara rétt að byrja, að maður sé að læra eitthvað nýtt. Barn breytir öllu, segja foreldrar við mig og brosa í kambinn og ég get ekki beðið.“ Frá því að Ævar Þór og Védís unnusta hans komust að því að þau ættu von á barni, hafa tvær manneskjur komið hvað mest að litla stráknum þeirra. „Annars vegar ljósmóðirin okkar og hins vegar hin ljósmóðirin okkar. Við erum nefnilega svo heppin að við höfum þær Ragnheiði og Gígju sem að vinna úti á Seltjarnarnesi. Þær hafa báðar passað að móður og barni heilsist vel.“ Ævar Þór sagði frá atviki á meðgöngunni, þar sem ljósmóður spiluðu stórt hlutverk eina erfiða nótt. „Fyrir um þremur mánuðum síðan þá vakti Védís mig um miðja nótt með fjórum verstu orðum sem að tilvonandi foreldrar geta heyrt: „Það er eitthvað að.“ Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta.“ Verðandi foreldrarnir klæddu sig eins hratt og þau gátu. „Við hringdum í leiðinni niður á Landspítala, fengum samband við ljósmóður og lýstum því sem var að gerast og vorum umsvifalaust boðuð niður á kvennadeild. Ljósmóðirin á hinum enda línunnar var róleg, yfirveguð og með allt á hreinu. Þegar við mættum tók hún á móti okkur og ég vildi óska þess að ég myndi hvað hún héti, en í öllu stressinu þá mundi ég varla hvað ég sjálfur héti, þannig að vonandi fyrirgefur hún mér það.“ Ævar Þór segir að ljósmóðirin hafi róað þau og fylgt þeim inn á stofu þar sem þau fengu ró og næði. „Ljósmóðirin rannsakaði Védísi hátt og langt, kallaði á lækni sem gerði slíkt hið sama, hún vék aldrei frá okkur. Fagmennskan var slík að tilvonandi foreldrarnir, við áttum ekki til orð. “ Eftir klukkutíma af rannsóknum kom í ljós að allt var í góðu og þau máttu fara aftur heim. „Ég get ekki þakkað starfsfólki Landspítalans nóg. Það er hokið af reynslu, það veit nákvæmlega hvað það er að gera og það á ekki skilið að það sé komið svona fram við það. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum.“Fundinum lauk rétt fyrir hádegi og var frestað til klukkan þrjú í dag.VísirEkki bara að grípa börn Ævar Þór sagði að alltaf þegar verðandi foreldrarnir hefðu einhverjar spurningar sem Google aðstoðar ekki með, gætu þau hringt og talað við ljósmóður. „Hlutverk þeirra er nefnilega ekki eins og sumir vilja halda, og einhver orðaði það svo snilldarlega á Twitter í vikunni, að grípa börn og fara svo í kaffi. Hlutverk þeirra er margfalt meira og ég veit að það sem við tilvonandi foreldrarnir höfum séð á þessum níu mánuðum er toppurinn á ísjakanum.“ Hann benti á að ljósmæður fylgja foreldrum alla meðgönguna, taka á móti börnunum og fylgja þeim svo eftir. „En ég er hræddur. Ég er hræddur um hvað gerist ef það kemur eitthvað upp á og það eru allt í einu ekki nógu margar ljósmæður á vakt til að sinna okkur. Ég er hræddur um að stressið sem fylgir öllu þessu kjaftæði verði til þess að litli strákurinn okkar ákveði að mæta of snemma í heiminn. Ég er hræddur um að þessi umræða verði til þess að færri sæki um að verða ljósmæður, að í stéttina hafi verið hoggið skarð sem seint eða jafnvel aldrei mun gróa. En ég er líka hræddur um það að nú sé bara komið nóg. Eins og sagt er við litlu börnin á leikskólanum, þetta er ekki í boði.“ „Það er ekki í boði að vera ráðherra og svara ekki spurningum. Það er ekki í boði að dreifa óhróðri og launatölum sem er búið að teygja til og frá. Og það er ekki í boði að semja ekki við ljósmæður.“Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan fundinn í dag.Vísir„Þið eruð í vinnu hjá okkur“ Ævar Þór beindi næst orðum sínum að ráðherrum, aðstoðarmönnum og öðrum sem að sitja hinum megin við borðið í þessum samningaviðræðum. Hann baðst afsökunar á því að trufla sumarfríið þeirra með þessu, en bætti svo við: „Þið eruð í vinnu hjá okkur og þetta skiptir okkur máli. Þetta skiptir alla máli. Að halda öðru fram er fáránlegt. Ljósmæður eru stétt sem kemur við sögu í lífi okkar allra, hvers eins og einasta. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er það bara þannig. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum og ég veit ekki hvort að hæstvirtir ráðherrar stefna á að taka sjálfir á móti börnum og barnabörnum sínum en ég leyfi mér að efast um það.“ Hann grínaðist með að þau gætu kannski fengið forstjóra í starfið, þeir væru á nógu góðum launum til að taka að sér svona auka. „En eitthvað segir mér að þegar einhver tengdur ykkur kæru ráðherrar, mun eignast sitt næsta barn, þá verði ljósmóðir þeim innan handar. Með margra ára nám á bakinu, ekki útkeyrð, og ætla ég rétt að vona, sátt við sín laun.“ Ævar Þór benti á að ef þessi hópur nennti að eyða eina sólardegi sumarsins í mótmæli, myndi hann nenna að mæta á kjörstað og þessu sumri yrði ekki gleymt „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður, skammist ykkar fyrir að planta hjá okkur ótta og skammist ykkar fyrir að neyða ljósmæður út í horn.“ Hann endaði svo ræðu sína á því að kalla hátt yfir hópinn: „Ég heiti Ævar Þór. 5 .ágúst verð ég pabbi í fyrsta skipti. Ég stend með ljósmæðrum. Við stöndum öll með ljósmæðrum.“Brot af ræðu Ævars má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fundinum frestað til klukkan þrjú Fundur samninganefndar ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara heldur áfram síðar í dag. 5. júlí 2018 11:49 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Fundinum frestað til klukkan þrjú Fundur samninganefndar ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara heldur áfram síðar í dag. 5. júlí 2018 11:49
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46