Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Unnið er að því að dæla vatni upp úr helliskerfinu. Vísir/EPA Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18