Hannes þarf nú að geyma leikstjóradrauma sína í nokkur ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 13:00 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eltir nú drauma sína um að spila í Meistaradeildinni í fótbolta en hann samdi í vikunni við aserska félagið Qarabag. Fyrir vikið þarf Hannes að geyma leikstjóradrauma sína í nokkur ár í viðbót. Það vakti mikla athygli fyrir HM í Rússlandi þegar Hannes leikstýrði frábærri HM-auglýsingu Coca-Cola þar sem honum tókst á skemmtilegan hátt að tengja saman hinar fjölmörgu hliðar íslenska HM-ævintýrisins. Hannes var í viðtali í Bítinu í gær og þar var hann spurður hvort nýi samningur hans við Qarabag hafa einhver áhrif fyrir leikstjórann Hannes Þór Halldórsson. „Þetta kannski aðeins flækir þau mál enda lengra að fljúga í allt saman,“ sagði Hannes í Bítinu á Bylgjunni en hann og fjölskylda hans munu búa í Bakú við Kaspíahafið. En mun Hannes fá einhver tilboð um að leikstýra nú þegar hann er fluttur til Aserbaídsjan? „Við verðum að sjá til hvað setur í því. Ef ekki þá bíður það bara þangað til að við komum heim,“ sagði Hannes. Hann var ánægður með auglýsinguna og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð við henni. „Það var hrikalega gaman að setjast aftur í þennan leikstjórastól og takast á við svona stórt og mikið auglýsingaverkefni. Ég gat ekki beðið eftir því að koma heim í tökur eftir mikinn undirbúning,“ sagði Hannes um Coca cola auglýsinguna. „Ég fann það alveg að þessi ástríða er ennþá til staðar og ég hlakka bara til að geta snúið mér að þessu þegar fótboltinn er búinn. Það verðu ekki alveg strax, ég ætla að einbeita mér að fótboltanum í nokkur ár í viðbót og síðan tekur hitt við,“ sagði Hannes. Hannes er 34 ára gamall og ætti því að eiga mörg góð ár eftir í boltanum. Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00 Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“ Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan. 4. júlí 2018 16:00 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eltir nú drauma sína um að spila í Meistaradeildinni í fótbolta en hann samdi í vikunni við aserska félagið Qarabag. Fyrir vikið þarf Hannes að geyma leikstjóradrauma sína í nokkur ár í viðbót. Það vakti mikla athygli fyrir HM í Rússlandi þegar Hannes leikstýrði frábærri HM-auglýsingu Coca-Cola þar sem honum tókst á skemmtilegan hátt að tengja saman hinar fjölmörgu hliðar íslenska HM-ævintýrisins. Hannes var í viðtali í Bítinu í gær og þar var hann spurður hvort nýi samningur hans við Qarabag hafa einhver áhrif fyrir leikstjórann Hannes Þór Halldórsson. „Þetta kannski aðeins flækir þau mál enda lengra að fljúga í allt saman,“ sagði Hannes í Bítinu á Bylgjunni en hann og fjölskylda hans munu búa í Bakú við Kaspíahafið. En mun Hannes fá einhver tilboð um að leikstýra nú þegar hann er fluttur til Aserbaídsjan? „Við verðum að sjá til hvað setur í því. Ef ekki þá bíður það bara þangað til að við komum heim,“ sagði Hannes. Hann var ánægður með auglýsinguna og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð við henni. „Það var hrikalega gaman að setjast aftur í þennan leikstjórastól og takast á við svona stórt og mikið auglýsingaverkefni. Ég gat ekki beðið eftir því að koma heim í tökur eftir mikinn undirbúning,“ sagði Hannes um Coca cola auglýsinguna. „Ég fann það alveg að þessi ástríða er ennþá til staðar og ég hlakka bara til að geta snúið mér að þessu þegar fótboltinn er búinn. Það verðu ekki alveg strax, ég ætla að einbeita mér að fótboltanum í nokkur ár í viðbót og síðan tekur hitt við,“ sagði Hannes. Hannes er 34 ára gamall og ætti því að eiga mörg góð ár eftir í boltanum.
Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00 Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“ Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan. 4. júlí 2018 16:00 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00
Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“ Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan. 4. júlí 2018 16:00