FIFA skammar sendiherra sinn Diego Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 10:30 Diego Maradona í stúkunni á HM. Vísir/Getty Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira