FIFA skammar sendiherra sinn Diego Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 10:30 Diego Maradona í stúkunni á HM. Vísir/Getty Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira