Englendingar fá góðar fréttir tveimur dögum fyrir Svíaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:30 Harry Kane er búinn að ná sér af bakmeiðslunum. Ekki er vitað hvort að hann hafi hreinlega meiðst í fagnaðarlátunum í leikslok. Vísir/Getty Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira
Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira