Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:00 Algeng sjón á HM. Leikurinn stopp og Neymar engist um af sársauka. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira