Dýrmætasta auðlind jarðar Úrsúla Jünemann skrifar 5. júlí 2018 07:00 Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun