Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og samfélagsmiðlar Hermundur Sigmundsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Hermundur Sigmundsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun