Þjálfari Kólumbíu ósáttur með Englendinga og segir Kane hafa dýft sér Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júlí 2018 13:00 Pekerman á hliðarlínunni í gær. vísir/getty Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er óánægður með leikmenn enska landsliðsins í leik liðanna í 16-liða úrslitunum á HM í gærkvöldi. Leikurinn var afar dramatískur og réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem England hafði betur eftir að Kólumbía klúðraði tveimur vítum. Mikill hiti var í leiknum og alls fóru átta gul spjöld á loft í leiknum en utan þess hafði dómari leiksins, Mark Geiger, í nógu að snúast. Enska landsliðið komst yfir með marki úr vítaspyrnu Harry Kane en Kane fékk sjálfur vítið eftir að brotið var á honum eftir horn. Pekerman var ekki sáttur. „Leikmenn detta í vítateignum. Þeir rekast saman og detta. Þú verður að reyna standa í lappirnar og sjá í gegnum þetta hjá ákveðnum leikmönnum. Þetta eru aðstæður sem ættu ekki að sjást í nútíma fótbolta,” sagði Pekerman brjálaður. Hann bætti við að nú verði dómararnir líklega meira með augun á Englendingunum í átta liða úrslitunum gegn Svíþjóð en eitt er víst og það er að England er komið í átta liða úrslitin. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. 4. júlí 2018 09:30 Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi. 3. júlí 2018 21:00 Sjáðu Neville og félaga tryllast af gleði Gary Neville, Lee Dixon og Ian Wright réðu sér ekki fyrir kæti þegar Eric Dier skaut Englandi í 8-liða úrslit HM í Rússlandi. 4. júlí 2018 08:30 Forsíður ensku blaðanna: Loksins, loksins! Óhætt er að segja að mikil gleði ríki í Englandi í kjölfarið af gengi enska landsliðsins á HM í Rússlandi. 4. júlí 2018 07:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er óánægður með leikmenn enska landsliðsins í leik liðanna í 16-liða úrslitunum á HM í gærkvöldi. Leikurinn var afar dramatískur og réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem England hafði betur eftir að Kólumbía klúðraði tveimur vítum. Mikill hiti var í leiknum og alls fóru átta gul spjöld á loft í leiknum en utan þess hafði dómari leiksins, Mark Geiger, í nógu að snúast. Enska landsliðið komst yfir með marki úr vítaspyrnu Harry Kane en Kane fékk sjálfur vítið eftir að brotið var á honum eftir horn. Pekerman var ekki sáttur. „Leikmenn detta í vítateignum. Þeir rekast saman og detta. Þú verður að reyna standa í lappirnar og sjá í gegnum þetta hjá ákveðnum leikmönnum. Þetta eru aðstæður sem ættu ekki að sjást í nútíma fótbolta,” sagði Pekerman brjálaður. Hann bætti við að nú verði dómararnir líklega meira með augun á Englendingunum í átta liða úrslitunum gegn Svíþjóð en eitt er víst og það er að England er komið í átta liða úrslitin.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. 4. júlí 2018 09:30 Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi. 3. júlí 2018 21:00 Sjáðu Neville og félaga tryllast af gleði Gary Neville, Lee Dixon og Ian Wright réðu sér ekki fyrir kæti þegar Eric Dier skaut Englandi í 8-liða úrslit HM í Rússlandi. 4. júlí 2018 08:30 Forsíður ensku blaðanna: Loksins, loksins! Óhætt er að segja að mikil gleði ríki í Englandi í kjölfarið af gengi enska landsliðsins á HM í Rússlandi. 4. júlí 2018 07:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. 4. júlí 2018 09:30
Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi. 3. júlí 2018 21:00
Sjáðu Neville og félaga tryllast af gleði Gary Neville, Lee Dixon og Ian Wright réðu sér ekki fyrir kæti þegar Eric Dier skaut Englandi í 8-liða úrslit HM í Rússlandi. 4. júlí 2018 08:30
Forsíður ensku blaðanna: Loksins, loksins! Óhætt er að segja að mikil gleði ríki í Englandi í kjölfarið af gengi enska landsliðsins á HM í Rússlandi. 4. júlí 2018 07:45