Telur ákvörðun PFS marka tímamót á fjarskiptamarkaði Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 10:29 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. Vísir/GVA Forstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur telur að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög marki tímamót í samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Mikilvægt sé fyrir neytendur að brotum Símans ljúki sem fyrst. PFS tilkynnti um þá ákvörðun sína að Síminn hefði brotið lög með því að beina viðskiptum ólínulegrar dagskrár Sjónvarps Símans til Mílu, dótturfélags síns í gær. Síminn stöðvaði dreifingu á tímaflakki og frelsi hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum í október árið 2015. Síðan þá hefur þjónustan aðeins verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu í gegnum net Mílu. Sýn, móðurfélag Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til PFS. Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins en hámarks sektarupphæð samkvæmt lögum er tíu milljónir. Í tilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur er haft eftir Erling Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að mikilvægt sé að lögbroti Símans linni og neytendur fái að njóta valfrelsis sem fjölmiðlalögum er ætlað að tryggja þeim. Niðurstaða PFS stuðli að meiri samkeppni sem neytendur njóti góðs af. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í tilkynningu í gær að ákvörðun PFS væri skaðleg fyrir samkeppni á markaði og ynni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, sagði að fyrirtækið ætlaði að kanna hvort það ætti rétt á skaðabótum vegna brots Símans. Sagði hann niðurstöðuna sigur fyrir neytendur.Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Forstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur telur að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög marki tímamót í samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Mikilvægt sé fyrir neytendur að brotum Símans ljúki sem fyrst. PFS tilkynnti um þá ákvörðun sína að Síminn hefði brotið lög með því að beina viðskiptum ólínulegrar dagskrár Sjónvarps Símans til Mílu, dótturfélags síns í gær. Síminn stöðvaði dreifingu á tímaflakki og frelsi hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum í október árið 2015. Síðan þá hefur þjónustan aðeins verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu í gegnum net Mílu. Sýn, móðurfélag Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til PFS. Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins en hámarks sektarupphæð samkvæmt lögum er tíu milljónir. Í tilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur er haft eftir Erling Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að mikilvægt sé að lögbroti Símans linni og neytendur fái að njóta valfrelsis sem fjölmiðlalögum er ætlað að tryggja þeim. Niðurstaða PFS stuðli að meiri samkeppni sem neytendur njóti góðs af. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í tilkynningu í gær að ákvörðun PFS væri skaðleg fyrir samkeppni á markaði og ynni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, sagði að fyrirtækið ætlaði að kanna hvort það ætti rétt á skaðabótum vegna brots Símans. Sagði hann niðurstöðuna sigur fyrir neytendur.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15