Vinnur að því að eignast Jamie's Italian að fullu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Tap á veitingastaðnum Jamie's Italian við Pósthússtræti var 86 milljónir króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 85 milljónir króna. frÉttablaðið/Anton Brink Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í farvegi“ og þeim sé ekki lokið. Veitingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var neikvætt um 85 milljónir króna við áramót, samkvæmt ársreikningi Borgarhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Tengdar fréttir Vonast til að opna fleiri Jamie's staði á Íslandi 12. október 2017 18:26 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í farvegi“ og þeim sé ekki lokið. Veitingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var neikvætt um 85 milljónir króna við áramót, samkvæmt ársreikningi Borgarhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Tengdar fréttir Vonast til að opna fleiri Jamie's staði á Íslandi 12. október 2017 18:26 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10
Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent