Samningsbundinn Stólunum en að semja við Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 17:30 Sigtryggur Arnar Björnsson var valinn í úrvalslið Domino's-deildarinnar á síðasta tímabili. Vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs. Dominos-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs.
Dominos-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira