Skoðanir, staðreyndir og þriggja ára stúdentspróf Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari
Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun