Kjaradeila íslenskra ljósmæðra áskorun eða ógn? Helga Gottfreðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 07:00 Fyrir nokkrum dögum sat ég ráðstefnu sem bar yfirskriftina 'Normal Labour & Birth Research Conference' þar sem fjallað var um rannsóknir í tengslum við eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og fyrstu dagana eftir fæðingu. Ráðstefnan var nú haldin í 13. sinn en hún haldin til skiptis á Englandi og í einhverju öðru landi þar sem sérstaklega þykir þurfa að vekja athygli á heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýbura. Í ár var ráðstefnan í Michigan í USA. Í umfjöllun um þjónustu við barnshafandi konur og útkomu fæðinga er stuðst við samhæfða skráningu á nokkrum þáttum til að auðvelda samanburð milli landa. Árið 2008 voru Bandaríkin þannig í 30. sæti þegar ungbarnadauði (e. infant mortality) er skoðaður. Samhengi er milli nýbura- og ungbarnadauða og fyrirburafæðinga en tíðni fyrirburafæðinga í Bandaríkjunum er töluvert hærri en í mörgum löndum Evrópu. Árið 2010 var tíðni keisaraskurða í USA rúm 30%. Í Bandaríkjunum sinna ljósmæður tæplega 11% fæðinga, þær hafa starfsleyfi í flestum fylkjum en kerfið er flókið og ákvarðanir um hvernig þjónustan skuli veitt og hver skuli veita hana byggir ekki á bestu þekkingu á hverjum tíma. Á síðustu fjórum árum hafa t.d. birst nokkrar vísindagreinar um ljósmæðrastarf í hinu virta tímariti Lancet, þar sem áhersla er á aðkomu ljósmæðra til að byggja upp hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi mæður og nýbura. Í greinunum er jafnframt vakin athygli á að of miklum fjármunum sé varið í lítinn hluta þjónustu við verðandi mæður og nýbura, þ.e. í bráðatilvik og flókin viðfangsefni, á kostnað þess að byggja frekar upp góða og jafnari þjónustu við allar verðandi mæður. Þannig er mögulega hægt að fyrirbyggja ýmis vandamál s.s. fjölda fyrirburafæðinga og nýta fjármuni þá betur.Upphaf að góðri heilsu Mæðra- og ungbarnadauði er með því lægsta sem þekkist hér á landi. Á sama tíma eru færri keisaraskurðir gerðir hér en í flestum öðrum löndum. Þannig sýna rannsóknir að miðað við önnur lönd er áhætta við meðgöngu og fæðingar lítil á Íslandi og mjög öruggt að fæðast hér. Stöðugt bætist við ný þekking um mikilvægi þess að móðir og barn fái góða þjónustu á meðgöngu og fyrstu vikum eftir fæðingu en þessi tími er upphaf að góðri heilsu til lengri tíma. Þó árangur í heilbrigðisþjónustu sé vissulega háður flóknu samspili félagslegra, efnahagslegra og pólitískra þátta, þá er hægt að færa rök fyrir því að greitt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu sem veitt er af viðeigandi fagfólki skilar sér í bættu heilsufari þjóðar. Á Íslandi er löng hefð fyrir starfi ljósmæðra en á næsta ári fagnar Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára afmæli. Starfssvið ljósmæðra hefur tekið breytingum til samræmis við þekkingu og kröfur á hverjum tíma. Ljósmæður sinna verðandi móður á meðgöngu, veita fæðingarhjálp og þjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu. Þær vinna innan sjúkrahúsa, á heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofum og í heimahúsum. Ljósmæður sinna ráðgjöf um kynheilbrigði, brjóstagjafarráðgjöf og ráðgjöf eftir erfiða fæðingarreynslu. Þær sjá jafnframt um flestar reglubundnar ómskoðanir sem gerðar eru í tengslum við meðgöngu hér á landi og vinna við krabbameinsleit svo nokkuð sé nefnt. Hverjir eiga að kenna? Í haust munu tíu nemendur hefja nám við Námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þessir nemendur eru teknir inn í ljósmóðurnámið að undangengnu forvali þar sem fleiri sækja um en komast inn. Við höfum hingað til búið við þann munað að starfssviðið þykir eftirsótt og því getum við valið úr umsækjendum. Nám í ljósmóðurfræði er tveggja ára nám eftir hjúkrunarfræði og í ljósmóðurnámi er u.þ.b. 60% tímans þjálfun á klínískum vettvangi. Til að mennta hæfar ljósmæður þurfum við því ljósmæður í klínísku starfi. Þær ljósmæður hafa margar hverjar langa reynslu að baki en þær eru kjölfestan í því að okkur takist að viðhalda þeim gæðum sem við viljum hafa á okkar námi til að geta skilað hæfum ljósmæðrum til starfa. Nú blasir það við að í jafn fámennri stétt þá skiptir hver einstaklingur máli. Mikið hefur verið lagt í til að viðhalda góðri menntun heilbrigðisstétta hér á landi. Fjöldi klínískra kennara í ljósmóðurfræði hefur nú sagt starfi sínu lausu til að knýja á um bætt kjör. Það hefur áhrif víða. Í haust mæta ljósmæðranemar í skólann og ég veit ekki hverjir eiga að kenna þeim í klínísku námi.Höfundur er prófessor og formaður námsbrautar í ljósmóðurfræði Hjúkrunarfræðideild Háskóla ÍslandsHeimildir: https://www.cdc.gov/nchs/data/databriefs/db23.pdfhttp://www.europeristat.com/reports/european-perinatal-health-report-2010.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum sat ég ráðstefnu sem bar yfirskriftina 'Normal Labour & Birth Research Conference' þar sem fjallað var um rannsóknir í tengslum við eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og fyrstu dagana eftir fæðingu. Ráðstefnan var nú haldin í 13. sinn en hún haldin til skiptis á Englandi og í einhverju öðru landi þar sem sérstaklega þykir þurfa að vekja athygli á heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýbura. Í ár var ráðstefnan í Michigan í USA. Í umfjöllun um þjónustu við barnshafandi konur og útkomu fæðinga er stuðst við samhæfða skráningu á nokkrum þáttum til að auðvelda samanburð milli landa. Árið 2008 voru Bandaríkin þannig í 30. sæti þegar ungbarnadauði (e. infant mortality) er skoðaður. Samhengi er milli nýbura- og ungbarnadauða og fyrirburafæðinga en tíðni fyrirburafæðinga í Bandaríkjunum er töluvert hærri en í mörgum löndum Evrópu. Árið 2010 var tíðni keisaraskurða í USA rúm 30%. Í Bandaríkjunum sinna ljósmæður tæplega 11% fæðinga, þær hafa starfsleyfi í flestum fylkjum en kerfið er flókið og ákvarðanir um hvernig þjónustan skuli veitt og hver skuli veita hana byggir ekki á bestu þekkingu á hverjum tíma. Á síðustu fjórum árum hafa t.d. birst nokkrar vísindagreinar um ljósmæðrastarf í hinu virta tímariti Lancet, þar sem áhersla er á aðkomu ljósmæðra til að byggja upp hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi mæður og nýbura. Í greinunum er jafnframt vakin athygli á að of miklum fjármunum sé varið í lítinn hluta þjónustu við verðandi mæður og nýbura, þ.e. í bráðatilvik og flókin viðfangsefni, á kostnað þess að byggja frekar upp góða og jafnari þjónustu við allar verðandi mæður. Þannig er mögulega hægt að fyrirbyggja ýmis vandamál s.s. fjölda fyrirburafæðinga og nýta fjármuni þá betur.Upphaf að góðri heilsu Mæðra- og ungbarnadauði er með því lægsta sem þekkist hér á landi. Á sama tíma eru færri keisaraskurðir gerðir hér en í flestum öðrum löndum. Þannig sýna rannsóknir að miðað við önnur lönd er áhætta við meðgöngu og fæðingar lítil á Íslandi og mjög öruggt að fæðast hér. Stöðugt bætist við ný þekking um mikilvægi þess að móðir og barn fái góða þjónustu á meðgöngu og fyrstu vikum eftir fæðingu en þessi tími er upphaf að góðri heilsu til lengri tíma. Þó árangur í heilbrigðisþjónustu sé vissulega háður flóknu samspili félagslegra, efnahagslegra og pólitískra þátta, þá er hægt að færa rök fyrir því að greitt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu sem veitt er af viðeigandi fagfólki skilar sér í bættu heilsufari þjóðar. Á Íslandi er löng hefð fyrir starfi ljósmæðra en á næsta ári fagnar Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára afmæli. Starfssvið ljósmæðra hefur tekið breytingum til samræmis við þekkingu og kröfur á hverjum tíma. Ljósmæður sinna verðandi móður á meðgöngu, veita fæðingarhjálp og þjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu. Þær vinna innan sjúkrahúsa, á heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofum og í heimahúsum. Ljósmæður sinna ráðgjöf um kynheilbrigði, brjóstagjafarráðgjöf og ráðgjöf eftir erfiða fæðingarreynslu. Þær sjá jafnframt um flestar reglubundnar ómskoðanir sem gerðar eru í tengslum við meðgöngu hér á landi og vinna við krabbameinsleit svo nokkuð sé nefnt. Hverjir eiga að kenna? Í haust munu tíu nemendur hefja nám við Námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þessir nemendur eru teknir inn í ljósmóðurnámið að undangengnu forvali þar sem fleiri sækja um en komast inn. Við höfum hingað til búið við þann munað að starfssviðið þykir eftirsótt og því getum við valið úr umsækjendum. Nám í ljósmóðurfræði er tveggja ára nám eftir hjúkrunarfræði og í ljósmóðurnámi er u.þ.b. 60% tímans þjálfun á klínískum vettvangi. Til að mennta hæfar ljósmæður þurfum við því ljósmæður í klínísku starfi. Þær ljósmæður hafa margar hverjar langa reynslu að baki en þær eru kjölfestan í því að okkur takist að viðhalda þeim gæðum sem við viljum hafa á okkar námi til að geta skilað hæfum ljósmæðrum til starfa. Nú blasir það við að í jafn fámennri stétt þá skiptir hver einstaklingur máli. Mikið hefur verið lagt í til að viðhalda góðri menntun heilbrigðisstétta hér á landi. Fjöldi klínískra kennara í ljósmóðurfræði hefur nú sagt starfi sínu lausu til að knýja á um bætt kjör. Það hefur áhrif víða. Í haust mæta ljósmæðranemar í skólann og ég veit ekki hverjir eiga að kenna þeim í klínísku námi.Höfundur er prófessor og formaður námsbrautar í ljósmóðurfræði Hjúkrunarfræðideild Háskóla ÍslandsHeimildir: https://www.cdc.gov/nchs/data/databriefs/db23.pdfhttp://www.europeristat.com/reports/european-perinatal-health-report-2010.html
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun