Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Hversu svekktir verða KR-ingar þegar þeir sjá þetta?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingum líður örugglega ekkert betur þegar þeir skoða greiningu Pepsi-markanna á markinu sem kostaði KR-liðið öll stigin á sunnudagskvöldið.

Víkingar fóru með öll þrjú stigin af KR-vellinum þökk sé sigurmarki frá Bjarna Pál Linnet á upphafsmínútu seinni hálfleiks í leik KR og Víkings í Pepsi-deildinni á sunnudagskvöldið.

Pepsi-mörkin fóru vel yfir þetta dýrmæta sigurmark Víkingsliðsins og það má sjá á greiningu Pepsi-markanna að þetta var mark sem Vesturbæingar áttu auðveldlega að geta komið í veg fyrir.

„Við sjáum þarna röð mistaka,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og fór síðan yfir aðdraganda marksins.

Hann fór yfir öll skallaeinvígin sem KR-inga töpuðu í teignum og hversu oft þeir gátu komið boltanum frá en gerðu ekki. Þorvaldur kallaði þetta „hjákátlegt“ og talaði um að KR-ingar þurfi að laga þetta.

„Ef KR-liðið ætlar að keppa um efstu sætin eða berjast um titil þá er algjör skilyrði að koma boltanum í burtu,“ sagði Þorvaldur.

Það má sjá þessa greiningu á sigurmarki Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×