Japanir komust í 2-0 og voru í góðum málum. Belgarnir snéru þá leiknum sér í vil og sigurmarkið kom úr skyndisókn sem var síðasta sókn leiksins.
Japanir hafa þó unnið hug og hjörtu þeirra sem sjá um HM og þeir bættu enn einni rósinni í hnappagatið eftir leikinn í Rostov í gærkvöldi.
Þegar starfsmenn leikvallarins komu inn í klefann eftir að Japanir voru farnir bjuggust þeir væntanlega við að þurfa þrífa vel og lengi eins og eftir flest við.
Það varð ekki raunin. Það var ekki eitt gras á gólfinu og búið að ganga frá öllu rusli svo klefinn var algjörlega hreinn. Það var síðan miði sem stóð á Takk fyrir á rússnesku.
Frábær framkoma hjá Japan en klefann eftir leikinn má sjá hér að neðan.
Lost 3-2 to a 90th minute winner against Belgium...
— World Cup (@EPLBible) July 3, 2018
...Cleaned the dressing room, left the floor spotless...
...and left a “Thank You” note in Russian.
Touch of class from Japan. pic.twitter.com/7oqo3DNeb2