Fótbolti

Kane slekkur á samfélagsmiðlum á meðan HM stendur yfir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Einbeittur
Einbeittur vísir/getty
Harry Kane kveðst hafa lært af reynslunni frá EM í Frakklandi 2016 varðandi truflandi áhrif samfélagsmiðla og hefur hann reynt að takmarka notkun sína á þeim á HM í Rússlandi.

Kane er í baráttu um markakóngstitilinn á HM eftir að hafa skorað fimm mörk í riðlakeppninni. 

„Ég vil halda mig frá allri þessari umfjöllun. Ég var svo spenntur yfir EM og var alltaf að renna yfir Twitter eða skoða fréttir af mótinu. Maður vildi sjá hvað allir væru að tala um,“ segir Kane.

„Það hafði neikvæð áhrif á mig því ég las of mikið. Ég hafði um of mikið að hugsa. Mér líður eins og ég spili betur þegar ég einbeiti mér eingöngu að því. Ég ákvað að breyta fyrir þetta mót og hef reynt að halda mig alveg frá samfélagsmiðlum eins og ég get.“

Kane kveðst einnig hafa horft minna á aðrar þjóðir í ár og segist eingöngu vera að hugsa um eigin frammistöðu.

„Ég hef horft á einhverja leiki en ekki mjög marga. Ég einbeiti mér bara að sjálfum mér og því betur sem mér tekst að útiloka allt annað því betur spila ég,“ segir Kane.

Kane verður í eldlínunni með enskum í dag þegar þeir mæta Kólumbíu í 16-liða úrslitum. Leikurinn hefst klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×