Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Boris Johnson er utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30
Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00