Fótbolti

Þjálfari Mexíkó brjálaður yfir „trúðalátum“ Neymar: „Skömm fyrir fótboltann“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar virðist sárþjáður á hliðarlínunni
Neymar virðist sárþjáður á hliðarlínunni víris/getty
Mexíkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir tap fyrir Brasilíu í 8-liða úrslitunum í gær. Þjálfari Mexíkó var ekki sáttur við framgöngu Neymar í leiknum.

Neymar hefur fengið mikla gagnrýni fyrir leikaraskap eftir að Miguel Layun virtist stíga á ökklan á honum í seinni hálfleik. Juan Carlos Osorio, landsliðsþjálfari Mexíkó, var ósáttur með dómara leiksins fyrir hversu lengi hann stöðvaði leikinn á meðan Neymar engdist um á jörðinni.

„Við vorum með stjórn á leiknum en það er skammarlegt að svona mikill tími hafi tapast yfir einum leikmanni,“ sagði Osorio eftir leikinn.

„Nærri fjórar mínútur í seinkun útaf einum leikmanni. Þetta er lexía fyrir alla unga krakka, þetta á að vera leikur karlmanna en ekki svona trúðaskapur.“

„Þetta er skömm fyrir fótboltann.“

Sérfræðingarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í gærkvöldi þar sem þeir voru nokkuð sammála um að hann hafi gert heldur mikið úr atvikinu.


Tengdar fréttir

Neymar: Tilraun til þess að grafa undan mér

Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×