Fótbolti

Rússneska mínútan: Lyftan eða stiginn, hin ódauðlega spurning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Biðin eftir lyftunni getur verið erfið
Biðin eftir lyftunni getur verið erfið S2 Sport
Rússar byggja hótelin sín á mörgum hæðum, líkt og Íslendingar, aðrir Evrópubúar og flest allir aðrir í heiminum. Þar, eins og annars staðar, er boðið upp á lyftur til þess að flytja fólk milli hæða.

Oftast er nú líka að finna stiga, fyrir þá sem hugsa um heilsuna, eru að telja skrefin eða nenna ekki að bíða eftir lyftunni.

Íslenski fjölmiðlahópurinn sem fylgdi landsliðinu eftir í Rússlandi var staddur á hóteli í Rostov og eins og oft áður stóð valið á milli lyftu eða stiga til þess að fara á milli hæða.

Á þessu ágæta hóteli var valið, stigi eða lyfta, þó gert mjög auðvelt þar sem stiginn var ekki boðlegur hótelgestum. Afhverju? Það sýndi Kolbeinn Tumi Daðason okkur í Rússnesku mínútu kvöldsins í Sumarmessu kvöldsins á Stöð 2 Sport.

Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×