Fótbolti

Sumarmessan: Ef þú reynir að leika boltanum er ekki hægt að dæma rautt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir í Sumarmessunni fóru yfir leiki gærdagsins á HM í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Benedikt Valsson stýrði umferðinni en í settinu voru þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson.

Þeir fóru yfir ákvörðun dómarans að gefa ekki Mathias Jørgensen rautt spjald er hann braut á Ante Rebic undir lok leiksins.

Króatar fengu víti en flestir bjuggust við rauðu spjaldi en gula spjaldið var réttur dómur sagði Hjörvar. Luka Modric klúðraði svo vítinu.

„Ég bjóst við því að þetta væri rautt en ef þú reynir að leika boltanum, eins og dómarinn túlkar þetta í þessu tilviki, þá er ekki hægt að dæma rautt,” sagði Hjörvar.

„Jörgensen er í raun með frábæra ákvörðun eftir á að hyggja. Mér fannst þetta hálf galið því ég bjóst við rauða spjaldinu en frábær varsla svo,” sagði Jóhannes Karl.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem þeir fara meðal annars yfir aðhlaup leikmanna er þeir taka víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×