Schmeichel eldri sendi hjartnæma kveðju á Twitter Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. júlí 2018 12:30 Peter Schmeichel fór mikinn í stúkunni í gær vísir/getty Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00