Fær 16 milljónir í bætur vegna rangrar meðferðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 10:14 Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira