Fótbolti

Southgate segir leikstíllinn hafi gert stuðningsmennina ánægða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southgate á æfingu enska landsliðsins í gær.
Southgate á æfingu enska landsliðsins í gær. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari Englands, segir að sókndjarfur leikstíll Englendinga sé eitthvað sem stuðningsmenn þeirra geta verið stoltir af.

England mætir Kólumbíu í 16-liða úrslitum HM annað kvöld og Southgate segir að stuðningsmennirnir og enska landsliðið sé að ná saman eftir að hafa fengið gagnrýni í undankeppninni.

„Fyrir tíu mánuðum síðan tryggðum við okkur á HM og fólk var að henda pappírsskutlum inn á Wembley,” sagði Southgate. Stuðningsmennirnir ekki sáttir og þetta var ekki það eina sem gerðist í undankepppninni.

„Við vorum að keyra til baka á hótelið okkar í Möltu þegar stuðningsmennirnir sungu ófagra söngva,” sagði Southgate og ljóst að ekki var allt með felldu. Nú er hins vegar allt á réttri leið.

„Mér finnst eins og við séum að ná góðu sambandi við stuðningsmennina. Ég held við höfum búið til spennu með því hvernig við spilum og sýnum hvað ungir Englendingar geta gert.”

„Ég hef mikla trú á þessum leikmönnum. Þeir eru ungir. Þeir eru óreyndir. Fyrir suma af þessum leikmönnum verður leikurinn gegn Kólumbíu einn af stærstu leikjunum sem þeir hafa tekið þátt í,” sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×