Opinberar aftökur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. júlí 2018 10:00 Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun