Veðurbarin hamingja Lára G. Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2018 07:00 Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Veður Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar