Bandaríkin að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 12:02 Rósa Björk Brynjólfsdóttir Fréttablaðið/Stefán Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni: Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni:
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira