Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 15:35 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32