Óli Kristjáns: Íslensku liðin vel samkeppnishæf í Evrópu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 13:00 Það var létt yfir Ólafi þegar sólin lét loks sjá sig á æfingu FH á þriðjudag S2 Sport FH mætir finnska liðinu Lahti í Kaplakrika í kvöld í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þarf mikið að gerast til þess að FH fari ekki áfram í aðra umferð eftir 3-0 útisigur í Finnlandi í síðustu viku. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var nokkuð brattur á æfingu liðsins á þriðjudag. „Það var góð frammistaða á fimmtudaginn í Finnlandi. Gott ferðalag heim, tókum það rólegt um helgina og svo í gær, í dag og á morgun þá undirbúum við okkur og við erum bara brattir,“ sagði Ólafur. „Frábært að hafa ekki fengið á sig mark og skorað þrjú mörk. Þetta snýst núna um að halda fókus og halda ekki að við séum búnir að skjóta björninn, það þarf að klára þetta.“FH mætir Hapoel Haifa frá Ísrael í annari umferð nema illa fari í Krikanum í kvöld. Liðið þarf svo að fara í gegnum þriðju umferð og umspil til þess að komast í sjálfa riðlakeppni Evrópudeildarinnarvísir/báraFyrirfram var finnska liðið talið nokkuð erfiður andstæðingur en eftir sterkan útisigur FH má þá áætla að andstæðingurinn sé lakari en búist var við? „Þetta er prýðilegt lið en leikurinn hjá strákunum var mjög vel útfærður. Við vorum varnarlega góðir og gáfum aldrei færi á okkur. Svo voru góðar sóknir og þrjú frábær mörk. Ég held þetta hafi verið frekar að liðið [FH] hafi spilað virkilega góðan leik og ég vil alls ekki gera lítið úr andstæðingnum.“ Í Pepsimörkunum á mánudagskvöld voru Evrópuleikir síðustu viku stuttlega ræddir og varpaði Hörður Magnússon, þáttastjórnandi, fram spurningunni hvort Íslendingar vanmætu oft styrkleika íslensku liðanna í samanburði við þau evrópsku. Spurður eftir viðbrögðum við því sagði Ólafur: „Við erum bara í fyrstu umferð af þessari forkeppni. Ég held nú að úr þeirri grúppu sem við vorum í og hvaða andstæðinga við gátum fengið þá fengum við sterkasta andstæðinginn og ég held að íslensku liðin; Valur, Stjarnan og FH í þessu tilviki, séu bara ágætlega mönnuð og undirbúin í þessa leiki. Þegar lengra dregur, sem vonandi gerist hjá sem flestum, þá fáum við sterkari andstæðinga og þá reynir kannski aðeins meira á.“ „Ég held við séum með í þessum fyrstu umferðum lið sem eru mjög vel samkeppnishæf.“Sérfræðingar Pepsimarkanna fóru fögrum orðum um árangur íslensku liðanna í Evrópu í síðustu vikuS2 SportFH á stórleik á móti Breiðabliki á sunnudag í Pepsi deildinni, liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar að mætast. Þar sem FH náði svo sterkum úrslitum ytra sér Ólafur þá fyrir sér að hvíla einhverja lykilleikmenn í kvöld? „Án þess að fara fram úr sér þá gefa úrslitin ákveðið tækifæri til þess að rúlla liðinu aðeins og hugsa hvað við þurfum að hafa klárt á sunnudeginum. En eins og ég sagði þá er oft betra að fanga björninn áður en maður selur skinnið og við förum ekkert af neinu kæruleysi inn í leikinn þó það sé mjög erfiður leikur á sunnudaginn.“ Evrópuleikirnir gefa möguleika á miklum tekjum fyrir íslensku félögin og eru oft ákveðinn hápunktur hvers sumars. „Evrópukeppnin er fyrir íslensk félagslið nauðsynleg, þessi félög sem eru með yfirlýst markmið að komast í Evrópukeppni, og auðvitað viljum við komast sem lengst. Við þurfum að fara að sjá lið sem banka á að fara inn í þessar riðlakeppnir, hvort það verður í ár eða einhvern tímann seinna verður erfitt að segja. Á meðan við erum í Evrópukeppninni þá er hún gríðarlega mikilvæg en deildin er það sem að veitir aðgang til þess að komast í Evrópukeppnina á næsta ári þannig að það er mjög mikilvægt verkefni líka,“ sagði Ólafur Kristjánsson. FH mætir FC Lahti klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli í kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leiknum og þá er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. 18. júlí 2018 16:15 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
FH mætir finnska liðinu Lahti í Kaplakrika í kvöld í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þarf mikið að gerast til þess að FH fari ekki áfram í aðra umferð eftir 3-0 útisigur í Finnlandi í síðustu viku. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var nokkuð brattur á æfingu liðsins á þriðjudag. „Það var góð frammistaða á fimmtudaginn í Finnlandi. Gott ferðalag heim, tókum það rólegt um helgina og svo í gær, í dag og á morgun þá undirbúum við okkur og við erum bara brattir,“ sagði Ólafur. „Frábært að hafa ekki fengið á sig mark og skorað þrjú mörk. Þetta snýst núna um að halda fókus og halda ekki að við séum búnir að skjóta björninn, það þarf að klára þetta.“FH mætir Hapoel Haifa frá Ísrael í annari umferð nema illa fari í Krikanum í kvöld. Liðið þarf svo að fara í gegnum þriðju umferð og umspil til þess að komast í sjálfa riðlakeppni Evrópudeildarinnarvísir/báraFyrirfram var finnska liðið talið nokkuð erfiður andstæðingur en eftir sterkan útisigur FH má þá áætla að andstæðingurinn sé lakari en búist var við? „Þetta er prýðilegt lið en leikurinn hjá strákunum var mjög vel útfærður. Við vorum varnarlega góðir og gáfum aldrei færi á okkur. Svo voru góðar sóknir og þrjú frábær mörk. Ég held þetta hafi verið frekar að liðið [FH] hafi spilað virkilega góðan leik og ég vil alls ekki gera lítið úr andstæðingnum.“ Í Pepsimörkunum á mánudagskvöld voru Evrópuleikir síðustu viku stuttlega ræddir og varpaði Hörður Magnússon, þáttastjórnandi, fram spurningunni hvort Íslendingar vanmætu oft styrkleika íslensku liðanna í samanburði við þau evrópsku. Spurður eftir viðbrögðum við því sagði Ólafur: „Við erum bara í fyrstu umferð af þessari forkeppni. Ég held nú að úr þeirri grúppu sem við vorum í og hvaða andstæðinga við gátum fengið þá fengum við sterkasta andstæðinginn og ég held að íslensku liðin; Valur, Stjarnan og FH í þessu tilviki, séu bara ágætlega mönnuð og undirbúin í þessa leiki. Þegar lengra dregur, sem vonandi gerist hjá sem flestum, þá fáum við sterkari andstæðinga og þá reynir kannski aðeins meira á.“ „Ég held við séum með í þessum fyrstu umferðum lið sem eru mjög vel samkeppnishæf.“Sérfræðingar Pepsimarkanna fóru fögrum orðum um árangur íslensku liðanna í Evrópu í síðustu vikuS2 SportFH á stórleik á móti Breiðabliki á sunnudag í Pepsi deildinni, liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar að mætast. Þar sem FH náði svo sterkum úrslitum ytra sér Ólafur þá fyrir sér að hvíla einhverja lykilleikmenn í kvöld? „Án þess að fara fram úr sér þá gefa úrslitin ákveðið tækifæri til þess að rúlla liðinu aðeins og hugsa hvað við þurfum að hafa klárt á sunnudeginum. En eins og ég sagði þá er oft betra að fanga björninn áður en maður selur skinnið og við förum ekkert af neinu kæruleysi inn í leikinn þó það sé mjög erfiður leikur á sunnudaginn.“ Evrópuleikirnir gefa möguleika á miklum tekjum fyrir íslensku félögin og eru oft ákveðinn hápunktur hvers sumars. „Evrópukeppnin er fyrir íslensk félagslið nauðsynleg, þessi félög sem eru með yfirlýst markmið að komast í Evrópukeppni, og auðvitað viljum við komast sem lengst. Við þurfum að fara að sjá lið sem banka á að fara inn í þessar riðlakeppnir, hvort það verður í ár eða einhvern tímann seinna verður erfitt að segja. Á meðan við erum í Evrópukeppninni þá er hún gríðarlega mikilvæg en deildin er það sem að veitir aðgang til þess að komast í Evrópukeppnina á næsta ári þannig að það er mjög mikilvægt verkefni líka,“ sagði Ólafur Kristjánsson. FH mætir FC Lahti klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli í kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leiknum og þá er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. 18. júlí 2018 16:15 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. 18. júlí 2018 16:15