Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2018 21:56 Donald Trump Bandaríkjaforseti GETTY/Olivier Douliery-Pool Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00