Rússneskir drengir voru fengnir til að endurgera úrslitaleikinn fyrir sjónvarpsstöðina RT í Rússlandi og verður að segja að þeim tókst frábærlega til.
Þeir léku eftir öll mörkin og vítaspyrnudóminn umdeilda sem kom til eftir að argentínski dómarinn Néstor Pitana fór yfir atvikið á myndbandi.
Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband þar sem drengirnir ungu endurgera úrslitaleik HM 2018.