Bandaríski ferðamaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 11:15 Frá slysstað. Vísir/ Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14