Bandaríski ferðamaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 11:15 Frá slysstað. Vísir/ Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14