Pepsimörkin: Þessir voru bestir í fyrri umferðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:00 Úrvalslið umferða 1 - 11 S2 Sport Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira