Íslenski boltinn

Ólafur Ingi kominn með félagsskipti í Fylki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Ingi Skúlason var einn 23 leikmanna Íslands á HM í Rússlandi
Ólafur Ingi Skúlason var einn 23 leikmanna Íslands á HM í Rússlandi vísir/vilhelm
Félagsskipti landsliðsmannsins Ólafs Inga Skúlasonar í Fylki eru gengin í gegn og er hann því löglegur með liðinu í næsta leik í Pepsi deildinni.

Fyrr í sumar var greint frá því að Ólafur væri á leið heim í Árbæinn. Félagsskiptaglugginn opnaði síðasta sunnudag en Ólafur var ekki kominn með leikheimild fyrir leik Fylkis gegn KR á mánudagskvöld.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði í viðtali eftir þann leik að það hefði legið fyrir að Ólafur kæmi ekki til liðsins fyrr en í lok júlí þar sem hann fengi frí eftir HM í Rússlandi.

Ólafur hefur spilað í Tyrklandi síðustu ár, nú síðast með Karabukspor. Hann á að baki 43 meistaraflokksleiki með Fylki frá árunum 2000-2003.

Fylkir er í 11. sæti Pepsi deildar karla með 11 stig eftir 12 leiki. Næsti leikur liðsins er á Akureyri gegn KA á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Ólafur Ingi: Heima er alltaf best

Ólafur Ingi Skúlason mun ganga til liðs við Fylki að loknu HM í Rússlandi en tilkynnt var um félagskiptin í gær með stórskemmtilegu myndbandi. Myndbandið var unnið í samvinnu við Björn Braga Arnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×