Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Keflvíkingar ættu að fara „back to basics“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keflavík þarf að finna lausnir
Keflavík þarf að finna lausnir vísir/bára
Keflavík er eitt þriggja liða á Íslandi sem ekki hefur unnið fótboltaleik á þessu tímabili. Hin liðin tvö spila í fjórðu deild. Guðlaugur Baldursson sagði upp starfi sínu sem þjálfari Keflavíkur og aðstoðarmaður hans Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu Keflvíkinga í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.

„Spurningin er hvort þú ætlir að spila einhvern frábæran fótbolta eða hvort þú farir „back to basics“,“ sagði Indriði Sigurðsson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna.

„Það sem var nálægt því að virka var þegar þeir fluttu upp og voru meira direct og sköpuðu sér færi. Margir í teignum, þetta var þegar þeir voru nálægt því að gera eitthvað.“

Keflavík tapaði 1-0 fyrir Víking í síðustu umferð og hefur ekki skorað mark síðan 4. júní.

„Ég heyrði Lauga segja, hef reyndar ekki sagt Eystein segja það, að þeir ætli ekki að styrkja sig í glugganum, svo þetta verður brekka.“

Umræðu Pepsimarkanna má sjá í spilaranum hér með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×